Skip to Content

Fundir

               Í lögum Bifreiðastjórafélagsins Frama ber stjórn félagsins samkvæmt 20. grein að auglýsa eftir tillögum frá félagsmönnum að lagabreytingum sem afgreiða skal á næsta aðalfundi félagsins. Tillaga að lagabreytingum skal berast stjórn félagsins í síðasta lagi föstudaginn 15. mars n.k. á skrifstofu félagsins fyrir kl. 16:00.  

 

 

 

20. grein

            Lögum félagsins má einungis breyta á aðalfundi, enda hafi fyrirhugaðar breytingar verið kynntar í fundarboði.

            Tillaga að lagabreytingum skal berast stjórn félagsins fyrir 15. mars til þess að hún verði löglega borin upp á næsta aðalfundi og auglýst í fundarboði. Til þess að lagabreyting nái gildi, verður hún að vera samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða fundarmanna og tekur hún gildi að loknum aðalfundi.