16. desember 2022
ÁKALL TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS
ÁKALL TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS
UM AÐ FRESTA AFGREIÐSLU FRUMVARPS
167. MÁL Á 153. LÖGGJAFARÞINGI
Berist til Forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur
Reykjavík
16. desember 2022
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra biður ríkisstjórnina um að veita starfandi leigubifreiðastjórum áheyrn vegna lagafrumvarps um leigubifreiðaakstur 167. mál á 153. löggjafarþingi.
Við gerð frumvarpsins og umræðu á Alþingi, þykir leigubifreiðastjórum ekki hafa verið tekið tillit til aðstæðna og þekkingar á starfsgrein þjónustunnar.
Í Noregi stendur til endurupptaka á lagabreytingum um leigubifreiðaakstur sem þegar hafa átt sér stað af sömu ástæðu og stendur til hérlendis og hafa valdið miklum vandræðum.
Ákveðnar vísbendingar liggja fyrir um skaðsemi þeirra breytinga sem hafa verið lagðar fram í frumvarpinu og þá er vísað í reynslu Norðurlandanna af þeirra sömu breytingum. Um ræðir skaðsemi fyrir atvinnugreinina og almenning.
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur óskað eftir viðtali við Innviðaráðherra varðandi frumvarpið áður en það fékk afgreiðslu annarar umræðu, en ekki fengið viðtalstíma.
Því óskum við þess að íslenska ríkisstjórnin fresti afgreiðslu frumvarps 167. máls, uns Norðmenn hafa birt niðurstöður sínar á heildarendurskoðun laga um leigubifreiðar í Noregi.
f.h. stjórnar B.Í.L.S.
Daníel O. Einarsson, formaður