Valmynd
Um Félagið
Bifreiðastjórafélagið Frami var stofnað í Alþýðuhúsinu við Arnarhól þann 6. október 1934 undir nafninu Bifreiðastjórafélagið Hreyfill. Á framhaldsaðalfundi sem haldinn var þann 20. mars 1959 fór fram kosning um nýtt nafn á félaginu og hlaut það nafnið Bifreiðastjórafélagið Frami.
Tilgangur Bifreiðastjórafélagsins Frama hefur ávallt verið sá að gæta hagsmuna félagsmanna og þá sérstaklega gagnvart stjórnvöldum. Nú í seinni tíð, á tímum hinnar svokölluðu frjálshyggju hefur meira verið sótt að leigubifreiðastjórum og reynt að brjóta upp það aðhaldsfyrirkomulag sem er fyrir hendi þ.e. takmörkunina. Þetta á fyrst og fremst við þá aðila sem telja að betra sé að reka leigubifreið án afskipta stjórnvalda og hins vegar aðila sem telja að viðskiptavinum sé betur borgið ef lögmál markaðarins séu látin ráða en öryggismálin látin sitja á hakanum. Takmörkun á fjölda leigubifreiða er að mati stjórnar félagsins algjör forsenda þess að hægt sé að halda uppi góðri og vandaðri þjónustu. Frami er aðildafélag að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra BÍLS ásamt öðrum bifreiðastjórafélögum og einstaklingum á landsbyggðinni. Stjórn félagsins heldur að jafnaði einn stjórnarfund í mánuði og fleiri ef ástæða þykir til. Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga og sér félagið m.a. um útgáfu akstursheimilda í gegnum gagnagrunn Vegagerðarinnar. Þá hefur verið starfandi lögfræðingur hjá félaginu með viðveru á skrifstofunni einu sinni í viku og oftar ef þörf krefur. Eins og áður hefur komið fram þá er og hefur alltaf verið markmið félagsins að standa vörð um hagsmuni félagsmanna á sem flestum sviðum er varða starfsvið stéttarinnar.
Í stétt leigubifreiðastjóra eru aðilar sem ekki eru í Frama, sumir þeirra eru í öðrum félögum og aðrir ekki í neinu félagi. Stjórn félagsins getur sagt það með sanni og stendur við það að ekkert félag burtséð frá því hvaða nafn það ber, hefur aldrei séð neina ástæðu til að berjast fyrir réttindum félagsmanna sinna, heldur hefur það komið í hlut Frama að afgreiða málin á meðan hinir njóta góðs af.