27. mars 2025
Gæðavottun B.Í.L.S.
Fagnefnd Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra hefur hafið gæðavottun til félagsmanna og leigubifreiða þeirra.
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra kom saman 21. janúar 2025 og kaus þrjá stjórnarmenn í fagnefnd og tvo til vara.
Félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins er gert mögulegt að sækja um gæðavottun á eigin starfsemi leiguaksturs. Með gæðavottun fær félagsmaður límt merki í framrúðu leigubifreiðarinnar að innanverðu, svo sýnilegt sé að utanverðu ofarlega í vinstrahorni, farþega megin.
Fagnefnd B.Í.L.S. fer yfir umsóknir og starfar í trúnaði.
Umsóknir fara fram á skrifstofu Bifreiðastjórafélagsins Frama á virkum dögum milli kl.12:00 og 16:00.