5. janúar 2021
Götulokanir til miska
Reykjavík 5. janúar 2021
Athugasemd frá Bifreiðastjórafélaginu Frama og Þorsteini Héðinssyni, leigubfreiðastjóra í Frama og syni lögregluþjóns.
Hvernig er nú komið fyrir verslunum og fasteignum á Laugaveginum og í miðbæ Reykjavíkur?
Eftir að götum hefur verið lokað fyrir bílaumferð, hefur veggjakrot aukist og innbrotum fjölgað með tilheyrandi eignatjóni. Leigubifreiðastjórar aka reglulega eftir götum miðbæjarins á öllum tímum sólarhringsins og ársins. Þannig má segja að þeir hafi sinnt og sinna enn, óbeinu eftirliti með umhverfinu og hafa ósjálfrátt auga með fólki sem er á ferli þegar bærinn sefur. Það horfir nú aldeilis öðruvísi við, nú á tímum með þeim götulokunum sem gilda.
Þetta er gild ástæða til þess að hafa sem flestar götur miðbæjarins opnar fyrir bílaumferð.
Viðrðingarfyllst
Stjórn Frama