20. mars 2025
Kjörstjórn Bifreiðastjórafélagsins Frama 2025 auglýsir
Kjörstjórn Frama Ásdís Ásgeirsdóttir, Guðmundur Ragnar Björnsson og Lúther Pálsson kom saman til fundar fimmtudaginn 20.marz 2025. Á þeim fundi skipti stjórnin með sér hlutverkum og var Guðmundur kjörinn formaður kjörstjórnar, Ásdís ritari og Lúter meðstjórnandi. Ákvað kjörstjórn að auglýsa eftir framboðum til stjórnar Frama fyrir komandi kjörtímabil 2025-2026.
Kjósa skal tvo félagsmenn til þriggja ára.
Framboðsfrestur er til fimmtudagsins 3. apríl 2025 klukkan 16:00.
Framboðum skal skilað á skrifstofu félagsins ásamt meðmælendalista með nöfnum fimm gildra félaga.
Reykjavík 20.marz 2025
Kjörstjórn