29. febrúar 2024
Tilkynning frá kjörstjórn Frama 2024
Kjörstjórn Frama
Arnbjörg Ólafía Sveinsdóttir, Guðmundur Ragnar Björnsson og Lúther Pálsson kom saman til fundar föstudaginn 23.febrúar 2024. Á þeim fundi skipti stjórnin með sér hlutverkum og var Arnbjörg kjörin formaður kjörstjórnar, Guðmundur ritari og Lúther meðstjórnandi. Ákvað kjörstjórn að auglýsa eftir framboðum til stjórnar Frama fyrir komandi kjörtímabil 2024-2025.
Kjósa skal tvo félagsmenn til þriggja ára.
Framboðsfrestur er til þriðjudagsins 2. apríl 2024 klukkan 16:00.
Framboðum skal skilað á skrifstofu félagsins.
S.568-5575
Netfang frami(hjá)taxi.is
Hér að neðan má sjá 9., 10., 11. og 12 grein laga Frama um stjórnarkjör.
- grein
Kosning í stjórn félagsins skal fara fram á aðalfundi þess. Í stjórn félagsins eiga sæti fimm manns sem kosnir eru til þriggja ára og tveir til vara sem kosnir eru til eins árs. Tilnefning varamanna fer fram á aðalfundi með þeirra samþykki. Forfallist maður í stjórn, skal kosinn maður í hans stað á næsta aðalfundi, en á meðan tekur varamaður sæti hans. Einnig skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
Stjórn félagsins skipar þrjá kjörgenga félagsmenn í kjörstjórn og tvo til vara. Þetta skal gert fyrir lok febrúar ár hvert.
- grein
Kjörstjórn skal auglýsa eftir framboðum. Framboðsfrestur skal vera minnst sjö sólarhringar og skal framboðum skilað til kjörstjórnar, áður en sá frestur er liðinn. Auk þess er stjórn félagsins heimilt að tilnefna menn til stjórnarkjörs án skilyrða um undirskriftir.
- grein
Félagsmaður getur boðið sig fram til stjórnarsetu ef hann leggur fram meðmælendalista með nöfnum fimm gildra félaga.
- grein
Þegar framboðsfrestur er útrunninn skal kjörstjórn auglýsa stjórnarkjörið með minnst fimm daga fyrirvara með auglýsingum á bifreiðaafgreiðslum. Skal í auglýsingunni tilgreina nöfn allra frambjóðenda.
Reykjavík 23. febrúar 2024
f.h. kjörstjórnar Frama
Arnbjörg Ólafía Sveinsdóttir, formaður
Guðmundur Ragnar Björnsson
Lúther Pálsson