7. apríl 2020
VELKOMIN Á NÝJA HEIMASÍÐU
Velkomin á nýja heimasíðu Frama
Gamla heimasíða Frama hefur verið undir léninu taxi.is síðastliðin 7 ár.
Heimasíðan eyðilagðist með þeim hætti að ekki var unnt að bæta efni inn á hana og ákveðið var að endursmíða hana frá grunni.
Við færum Andra Ívarssyni og Unni Sól Ingimarsdóttur hönnuðar og viðmótsforritara kærar þakkir fyrir góða þjónustu í vefsíðugerð.
Gildir félagsmenn Frama hafa aðgang að innri vef síðunnar með notendanafni og lykilorði og geta þar lesið fréttir og séð afsláttakjör.
Við óskum félagsmönnum Frama og BÍLS til hamingju með nýja síðu.
Stjórn Frama og BÍLS