24. janúar 2022
Viðsnúningur Noregs
Stjórnvöld í Noregi tilkynntu síðastliðinn miðvikudag 19. janúar 2022 að nú skal gerð tiltekt í starfsemi leigubifreiða, að stjórnvöld muni breyta lögum á ný eftir lagabreytingu Noregs sem tók gildi 1. nóvember 2020. Með þeirri lagabreytingu var ætlað að koma á móts við ályktun ESA um aðgengi að atvinnugreininni, þar sem ESA ályktar að fjöldatakmörkun og stöðvaskylda brjóti gegn samningum EFTA.
Nú að ári liðnu, frá því afnumin voru bæði fjöldatakmörkun og stöðvaskylda, hefur fjöldi leyfa í Noregi aukist um 60% á landsvísu og 115% aukning varð á leigubifreiðum í höfuðborginni Oslo.
Þrátt fyrir fjölgun leigubifreiða, hefur ástandið versnað með þeim hætti að ekki er unnt á fá þjónustu á vissum svæðum og tímum sólarhrings, eftirlit með leiguakstri hefur gerst torveldara, ótti og óöryggi almennings hefur vaxið og afkoma leigubifreiðastjóra gefur ekki lengur nóg af sér til að geta lifað á starfinu.
Samkvæmt tilkynningu á vef Norsku Ríkisstjórnarinnar, vilja stjórnvöld enda þennan losarabrag á starfstéttinni og hafa frumkvæðið á því meðal annars, að krefjast bankaábyrgðar og gjalds fyrir hverja leyfisúthlutun, gera kröfu um þakljós á leigubifreiðar og tekin verður til greina hin danska fyrirmynd, sem er stöðvaskylda.
Sjá krækju inn á fréttavef Norsku Ríkisstjórnarinnar hér fyrir neðan: