16. desember 2022

Yfirlýsing frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra

Yfirlýsing frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kann að koma verði frumvarp um breytingu á lögum nr. 134/2001 um leigubifreiðar, sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi, samþykkt óbreytt. Félagið, sem telur um 400 félagsmenn auk samstöðu annarra félagsmanna, ætlar að ekki sé hlustað á þau aðvörunarorð sem forsvarsmenn félagsins hafa ítrekað við stjórnvöld.
Félagið harmar að ekki sé hlustað á þá er eiga mest undir breytingunum, það eru starfandi leigubifreiðastjórar, afleysingafólk leigubifreiða og fjölskyldur þeirra.
Félagsmenn B.Í.L.S. munu um komandi helgi verða með lágmarksþjónustu og þá munu félagsmenn leggja niður störf í tvo sólarhringa frá og með mánudeginum 19. desember kl.07:30.
f.h. B.Í.L.S.
Daníel O Einarsson formaður

Augnablik